Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 22:00
Elvar Geir Magnússon
„Þessari misheppnuðu tilraun með Trent er lokið“
Trent Alexander-Arnold verður væntanlega ekki notaður meira á miðjunni.
Trent Alexander-Arnold verður væntanlega ekki notaður meira á miðjunni.
Mynd: EPA
Enskir sparkspekingar telja ljóst að Gareth Southgate muni ekki nota Trent Alexander-Arnold aftur á miðsvæðinu. Trent er vanur því að spila sem bakvörður en hefur byrjað á miðju enska landsliðsins í fyrstu tveimur leikjum EM.

Þessi leikmaður Liverpool átti mjög slakan leik þegar England gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í dag.

„Alexander-Arnold á ekki að vera gerður að blóraböggli en hann er óvanur því að spila þessa stöðu og það er eitt af vandamálunum. Gareth Southgate talaði sjálfur um þetta sem 'tilraun' og leikurinn í dag var klárlega endirinn á henni," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

„Southgate hefur ekki orð á sér fyrir að flýta sér að gera breytingar en hann tók Alexander-Arnold af velli eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Alexander-Arnold var klárlega að reyna en hann leit út eins og ferningur í hringlaga holu. Sem er í raun það sem hann var."

„Samstarf hans við Declan Rice var ekkert, ójafnvægið var mikið og miðsvæðið var yfirbugað af danska liðinu."

Southgate fær harða gagnrýni fyrir að vera of varfærinn í sinni nálgun og margir sparkspekingar tala um að hann sé augljóslega ekki að ná því besta út úr hæfileikaríkum leikmönnum enska liðsins.
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner