Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   lau 20. júlí 2024 16:53
Sævar Þór Sveinsson
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki á Samsungvellinum í 13. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Fín spilamennska á köflum, margt gott. Þannig séð ekkert rosalega opinn leikur, Blikarnir eru ekkert að fá mörg færi. Þær fá sín færi og við fáum okkar. Í rauninni heilt yfir fannst mér frammistaðan nokkuð heilsteypt en það bara skiptir máli að skora í fótbolta og einhvern veginn duttu hlutirnir ekki með okkar í dag.

Eins og Kalli segir þá fengu þær sín færi til að skora í dag og var hann því spurður hvort honum fyndist sanngjörn.

Ég held að það sé ekkert spurt að sanngirni í fótbolta. Þú verður bara að taka þá sénsa sem þú færð.

Á 85. mínútu leiksins potar Hrefna Jónsdóttir boltanum í netið eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Aðalbjörn, dómari leiksins, dæmdi brot og ekkert mark var dæmt. Aðspurður að því hvað honum fannst um þann dóm sagði hann:

Ekki hugmynd. Þetta er bara þvaga inn í teig, fjær bekknum okkar. Ég verð bara að treysta því að dómarinn hafi verið með þetta.

Stjarnan missti Caitlin Cosme frá sér á dögunum þegar hún skrifaði undir hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes.

Það var alveg aðdragandi að því. Hún fær tilboð frá efstu deild í Frakklandi og tekur því, þannig er bara fótboltinn. Hún kom hingað sem atvinnumaður með það inn í sínum samningi að geta farið og fengið tilboð.

Stjarnan er hins vegar að sækja annan erlendan leikmann. 

„Við erum að taka amerískan leikmann í staðinn fyrir Caitlin. Hún er vonandi komin með leikheimild fljótlega. Jessica Ayers heitir hún, miðjumaður sem er að koma til okkar og var að spila síðast í sænsku deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner