Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 20. júlí 2024 16:53
Sævar Þór Sveinsson
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki á Samsungvellinum í 13. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Fín spilamennska á köflum, margt gott. Þannig séð ekkert rosalega opinn leikur, Blikarnir eru ekkert að fá mörg færi. Þær fá sín færi og við fáum okkar. Í rauninni heilt yfir fannst mér frammistaðan nokkuð heilsteypt en það bara skiptir máli að skora í fótbolta og einhvern veginn duttu hlutirnir ekki með okkar í dag.

Eins og Kalli segir þá fengu þær sín færi til að skora í dag og var hann því spurður hvort honum fyndist sanngjörn.

Ég held að það sé ekkert spurt að sanngirni í fótbolta. Þú verður bara að taka þá sénsa sem þú færð.

Á 85. mínútu leiksins potar Hrefna Jónsdóttir boltanum í netið eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Aðalbjörn, dómari leiksins, dæmdi brot og ekkert mark var dæmt. Aðspurður að því hvað honum fannst um þann dóm sagði hann:

Ekki hugmynd. Þetta er bara þvaga inn í teig, fjær bekknum okkar. Ég verð bara að treysta því að dómarinn hafi verið með þetta.

Stjarnan missti Caitlin Cosme frá sér á dögunum þegar hún skrifaði undir hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes.

Það var alveg aðdragandi að því. Hún fær tilboð frá efstu deild í Frakklandi og tekur því, þannig er bara fótboltinn. Hún kom hingað sem atvinnumaður með það inn í sínum samningi að geta farið og fengið tilboð.

Stjarnan er hins vegar að sækja annan erlendan leikmann. 

„Við erum að taka amerískan leikmann í staðinn fyrir Caitlin. Hún er vonandi komin með leikheimild fljótlega. Jessica Ayers heitir hún, miðjumaður sem er að koma til okkar og var að spila síðast í sænsku deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner