Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   lau 20. júlí 2024 21:11
Elvar Geir Magnússon
Leik Fram og Vals frestað þar sem flug Vals frá Albaníu var fellt niður
Lambhagavöllurinn í Úlfarsárdal.
Lambhagavöllurinn í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Fram og Vals í Bestu deild karla, sem fara átti fram á Lambhagavellinum á mánudaginn, hefur verið frestað vegna erfiðleika með ferðatilhögun Vals frá Albaníu.

Fjölmörg flug hafa verið felld niður síðustu daga vegna kerfisvillu, eins og fjallað hefur verið ítarlega um í ýmsum fjölmiðlum, og Valsmenn hafa ekki farið varhluta af því. Valsmönnum gekk því erfiðlega að komast heim eftir öflugan 4-0 útisigur gegn Vllaznia í Albaníu á fimmtudaginn.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að unnið sé að því að finna nýjan leikdag og leiktíma.

„Við lentum í þessari kerfisvillu sem nánast allur heimurinn lenti í og flugið okkar var fellt niður. Þá voru góð ráð dýr enda lágu nánast allar bókunarsíður niðri og flugvélar fastar hér og þar. Við bókuðum því hótel hér í Tirana," sagði Börkur Edvardsson formaður Vals í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner