Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 20. ágúst 2020 11:42
Magnús Már Einarsson
Smit hjá kvennaliði KR - Í þriðja skipti í sóttkví í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórónuveiru smit hefur greinst hjá kvennaliði KR en þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.

Útlit er fyrir að lið KR sé á leið í sóttkví í þriðja skipti á tímabilinu.

„Við vitum ekki ennþá hvort allt liðið fari í sóttkví, það er smitrakning í gangi ," sagði Páll.

KR fór í sóttkví eftir leik gegn Breiðabliki í júní þar sem smitaður leikmaður spilaði með Blikum. Á dögunum fór liðið einnig í sóttkví eftir að smit kom upp hjá aðila tengdum liðinu.

KR á að mæta Selfossi í kvöld en reikna má með að þeim leik verði frestað sem og næstu leikjum liðsins.

KR hefur leikið átta leiki í Pepsi Max-deild kvenna en liðið er í 9. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner