Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 20. ágúst 2021 12:28
Elvar Geir Magnússon
Katrín grímulaus í stúkunni - Hélt að það væri ekki grímuskylda á leikjum utandyra
Katrín á landsleik á Laugardalsvelli, áður en Covid skall á!
Katrín á landsleik á Laugardalsvelli, áður en Covid skall á!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir átti heldur ekki góðan dag þar sem hún mætti á völlinn en gleymdi grímunni," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í umfjöllun Fótbolta.net um leik KR og Víkings í Lengjudeild kvenna.

Katrín hefur viðurkennt mistök. Grímuskylda er á fótboltaleikjum en hún hélt að svo væri ekki.

„Ég hreinlega ætla að viðurkenna að mig misminnti," sagði Katrín í hádegisfréttum RÚV.

„Ég taldi satt að segja að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægð er tryggð, og hún var algjörlega tryggð á þessum leik þar sem voru ekki sérlega margir gestir og við vorum utandyra, þá minnti mig hreinlega að það væri ekki grímuskylda á íþróttaviðburðum utandyra. Það var misminni og mér þykir mjög leiðinlegt að hafa brotið reglur með þessum hætti."
Athugasemdir
banner
banner