Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 20. september 2019 09:41
Magnús Már Einarsson
Pogba, Martial og Shaw áfram frá keppni - James gæti spilað
Paul Pogba, Anthony Martial og Luke Shaw verða áfram fjarri góðu gamni þegar Manchester United mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Allir þessir leikmenn hafa verið á meiðslalistanum undanfarnar vikur.

Ole Gunnar Solskjaer, stjóri United, staðfesti á fréttamannafundi í dag að þeir verði áfram frá keppni um helgina.

Solskjær er hins vegar vongóður um að kantmaðurinn Daniel James nái leiknum á sunnudag.

James meiddist á ökkla um síðustu helgi og var ekki með í leiknum gegn Astana í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner