Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 08:00
Aksentije Milisic
Solskjær: Stöndum saman og erum ein fjölskylda
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var spurður út í Jesse Lingard í gær eftir sigurinn öfluga gegn West Ham á útivelli.

Lingard kom inn á sem varamaður og gerði sigurmarkið gegn sínum fyrrum félögum. Markið var einkar glæsilegt en Lingard var skúrkur í síðasta leik United en hann gerði þá skelfileg mistök sem kostuðu tap gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu.

„Ef þú spilar fyrir Manchester United þá verður að geta tekist á við svona hluti, við þurfum að hugsa um okkur sjálfir, við erum hópur og við stöndum allir saman," sagði Solskjær.

„Það breytist aldrei, við stöndum saman þegar erfiðir tímar koma. Við erum ein fjölskylda."

United mætir West Ham aftur á miðvikudagskvöldið í deildabikarnum og spurning hvort Jesse Lingard muni aftur gera sínum gömlu félögum grikk.
Athugasemdir
banner
banner
banner