Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   mið 20. október 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Bruce: Vona að nýir eigendur komi Newcastle á góðan stað
Newcastle United tilkynnti í morgun að Steve Bruce væri hættur sem stjóri félagsins. Þetta eru fréttir sem koma engum á óvart og koma aðeins þrettán dögum eftir að Sádi-Arabarnir keyptu Newcastle.

Stuðningsmenn Newcastle höfðu margir kallað eftir því að Steve Bruce myndi hverfa á borði en hann var alls ekki vinsæll meðal þeirra.

Bruce hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir fréttirnar:

„Ég er þakklátur öllum þeim sem tengjast Newcastle United fyrir að hafa fengið það tækifæri að stýra þessu einstaka félagi.

Ég er þakklátur þjálfaraliðinu mínu, leikmönnum og starfsfólkinu sem hafa gefið mér mikinn stuðning. Það hafa verið hæðir og lægðir en þessir aðilar hafa lagt sig alla fram á erfiðum tímum og ættu að vera stoltir.

Þetta er félag sem nýtur gríðarlegs stuðnings og ég vona að nýir eigendur muni koma liðinu þangað sem við viljum að það sé. Ég óska öllum þess besta út þetta tímabil og eftir það."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner