Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari FH samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net. Ásmundur hefur hafið störf en hann var á æfingu hjá FH í kvöld.
Ásmundur hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann mun halda því starfi áfram samhliða því að vera aðstoðarþjálfari hjá FH.
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust og hann átti eftir að ráða aðstoðarþjálfara sér við hlið.
Ásmundur hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann mun halda því starfi áfram samhliða því að vera aðstoðarþjálfari hjá FH.
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust og hann átti eftir að ráða aðstoðarþjálfara sér við hlið.
Ásmundur hefur nú tekið við stöðunni en hann og Ólafur léku saman hjá KR á sínum tíma.
Hinn 41 árs gamli Ásmundur þjálfaði Gróttu frá 2005 til 2010 og kom liðinu úr 3. deild upp í 1. deild. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka og meistaraflokk hjá Skínanda í Garðabæ árið 2012.
FH spilar sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þegar liðið mætir Stjörnunni í Kórnum klukkan 20:15 annað kvöld í Bose-mótinu. Leikurinn verður sýndur beint á SportTv.
Uppfært 21:30 - FH hefur staðfest ráðningu á Ásmundi.
@AsiHaralz hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karlar. Við bjóðum Ása velkominn til starfa í Kaplakrika. @thorvardar hefur einnig framlengt samning sínum sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla. Þetta eru sannarlega gleðifréttir fyrir okkur FH-inga. #ViðerumFH pic.twitter.com/fFuRdMQAG2
— FHingar.net (@fhingar) November 20, 2017
Athugasemdir