Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 20. nóvember 2017 20:23
Magnús Már Einarsson
Ási Haralds nýr aðstoðarþjálfari FH (Staðfest)
Ásmundur Haraldsson.
Ásmundur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari FH samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net. Ásmundur hefur hafið störf en hann var á æfingu hjá FH í kvöld.

Ásmundur hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann mun halda því starfi áfram samhliða því að vera aðstoðarþjálfari hjá FH.

Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust og hann átti eftir að ráða aðstoðarþjálfara sér við hlið.

Ásmundur hefur nú tekið við stöðunni en hann og Ólafur léku saman hjá KR á sínum tíma.

Hinn 41 árs gamli Ásmundur þjálfaði Gróttu frá 2005 til 2010 og kom liðinu úr 3. deild upp í 1. deild. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka og meistaraflokk hjá Skínanda í Garðabæ árið 2012.

FH spilar sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þegar liðið mætir Stjörnunni í Kórnum klukkan 20:15 annað kvöld í Bose-mótinu. Leikurinn verður sýndur beint á SportTv.

Uppfært 21:30 - FH hefur staðfest ráðningu á Ásmundi.




Athugasemdir
banner
banner
banner