Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. nóvember 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes búinn að skipta um skoðun og vill fimm skiptingar
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, er kominn á þá skoðun að fimm skiptingar á lið eigi að verða leyfðar í ensku úrvalsdeildinni.

UEFA leyfir deildum að vera með fimm skiptingar á þessu tímabili vegna Covid-ástandsins og þess ótrúlega álags sem er á leikmenn.

Fyrir tímabilið var þó kosning meðal enskra félaga þar sem ákveðið var að hafa þrjár skiptingar á lið í úrvalsdeildinni.

„Þetta er umræðuefni sem hefur verið áberandi að undanförnu. Ég var á þeirri skoðun að við ættum að hafa þrjár skiptingar því fleiri myndu hjálpa liðum sem eru með stærri hópa og meira fjármagn," segir Moyes.

„Ég sá hinsvegar ekki fyrir öll þessi meiðsli. Þau félög sem þetta hefur bitnað mest á eru þau sem eru að spila í Evrópukeppnum. Þegar kemur að sanngirni þá væri ég ekki mótfallinn því að breyta og fara í fimm skiptingar, þó ég hafi ekki verið á þeirri skoðun upphaflega."
Athugasemdir
banner
banner
banner