Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. nóvember 2021 14:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea í engum vandræðum með Leicester
Pulisic
Pulisic
Mynd: EPA
Leicester City 0 - 3 Chelsea
0-1 Antonio Rudiger ('14 )
0-2 NGolo Kante ('28 )
0-3 Christian Pulisic ('71 )

Fyrsta leik dagsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea fór létt með Leicester.

Chelsea var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Antonio Rudiger kom liðinu yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Ben Chilwell fyrrum leikmanni Leicester. Ngolo Kante tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik.

Chelsea fór með tveggja marka forystu í hálfleik. Brendan Rodgers stjóri Leicester gerði tvöfalda breytingu í hléinu en Kelechi Iheanacho og James Maddison komu inná.

Maddison átti skot sem fór beint á Mendy í marki Chelsea eftir tæplega klukkutíma leik, það var fyrsta skot Leicester að marki í leiknum.

Christian Pulisic kom inná stuttu síðar í liði Chelsea en hann hefur verið að koma hægt og rólega af stað síðan hann meiddist í lok ágúst. Hann skoraði þriðja og síðasta mark leiksins eftir sendingu frá Hakim Ziyech sem kom inná á sama tíma og Pulisic.
Athugasemdir
banner
banner
banner