Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mið 20. desember 2023 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Svanberg Óskarsson ráðinn til KÍ í Færeyjum
Mynd: KÍ Klaksvík
Þjálfarinn ungi Svanberg Ólafsson, 26 ára, hefur verið ráðinn til KÍ frá Klaksvík í Færeyjum.

KÍ er langbesta fótboltalið Færeyja um þessar mundir, bæði í karla- og kvennaflokki, og mun Svanberg bæði þjálfa stráka og konur til að byrja með.

Hann er ráðinn inn sem einn af tveimur aðstoðarþjálfurum kvennaliðsins og sem aðalþjálfari U16 liðs karla, en hann starfaði síðast hjá Fortuna Hjörring í Danmörku. Þar þjálfaði hann U18 lið karla og fær stærra hlutverk hjá KÍ.

Svanberg er með B þjálfaragráðu frá UEFA og er hér á leið inn í sterkt félag sem hefur verið að gera merkilega hluti í Færeyjum og í Evrópu. Bæði karla- og kvennalið KÍ spila í Evrópu og komst karlaliðið alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar stóðu karlarnir sig vel í erfiðum riðli, en komust ekki í útsláttarkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner