Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 15:35
Elvar Geir Magnússon
Calafiori orðinn leikfær en Saliba ekki
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Arsenal tekur á móti Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni á morgun og vinni enska liðið sigur þar þá er það í sterkri stöðu til að tryggja sér beina leið í 16-liða úrslitin.

Á fréttamannafundi í dag svaraði Arteta spurningum fjölmiðlamanna og fór yfir meiðslastöðuna.

„Mjög jákvæðar fréttir af Riccardo Calafiori og Ethan Nwaneri. Þeir eru mættir aftur til æfinga og eru leikfærir fyrir leikinn eftir að hafa verið frá síðustu vikur," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Varnarmaðurinn William Saliba var ekki með í jafnteflisleiknum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann er að glíma við meiðsli aftan í læri.

„Hann er á góðum batavegi. Staðan á honum verður betri með hverjum deginum en þessi leikur kemur aðeins of snemma fyrir hann."

Leikmenn njóta tónlistarinnar
Það vakti athygli fréttamanna að tónlist var spiluð á æfingasvæði Arsenal í dag á meðan leikmenn hituðu upp fyrir æfingu. Arteta var spurður út í þetta.

„Við höfum gert þetta undanfarin ár og er bara hluti af æfingunni. Við notum tónlist til að byggja upp orku og leikmenn njóta þess," sagði Arteta.

Leikur Arsenal og Dinamo Zagreb verður klukkan 20:00 annað kvöld.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 7 0 0 15 2 +13 21
2 Barcelona 7 6 0 1 26 11 +15 18
3 Atletico Madrid 7 5 0 2 16 11 +5 15
4 Atalanta 7 4 2 1 18 4 +14 14
5 Arsenal 6 4 1 1 11 2 +9 13
6 Leverkusen 7 4 1 2 13 7 +6 13
7 Inter 6 4 1 1 7 1 +6 13
8 Aston Villa 7 4 1 2 9 4 +5 13
9 Brest 6 4 1 1 10 6 +4 13
10 Mónakó 7 4 1 2 13 10 +3 13
11 Lille 7 4 1 2 11 9 +2 13
12 Bayern 6 4 0 2 17 8 +9 12
13 Dortmund 7 4 0 3 19 11 +8 12
14 Juventus 7 3 3 1 9 5 +4 12
15 Milan 6 4 0 2 12 9 +3 12
16 PSV 7 3 2 2 13 10 +3 11
17 Club Brugge 7 3 2 2 6 8 -2 11
18 Benfica 7 3 1 3 14 12 +2 10
19 Sporting 6 3 1 2 11 9 +2 10
20 Feyenoord 6 3 1 2 14 15 -1 10
21 Stuttgart 7 3 1 3 12 13 -1 10
22 Real Madrid 6 3 0 3 12 11 +1 9
23 Celtic 6 2 3 1 10 10 0 9
24 Man City 6 2 2 2 13 9 +4 8
25 Dinamo Zagreb 6 2 2 2 10 15 -5 8
26 PSG 6 2 1 3 6 6 0 7
27 Bologna 7 1 2 4 3 8 -5 5
28 Shakhtar D 6 1 1 4 5 13 -8 4
29 Sparta Prag 6 1 1 4 7 18 -11 4
30 Girona 6 1 0 5 4 10 -6 3
31 Rauða stjarnan 7 1 0 6 12 22 -10 3
32 Sturm 7 1 0 6 4 14 -10 3
33 Salzburg 6 1 0 5 3 18 -15 3
34 RB Leipzig 6 0 0 6 6 13 -7 0
35 Slovan 7 0 0 7 6 24 -18 0
36 Young Boys 6 0 0 6 3 22 -19 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner