Víkingar seldu Gísla Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan í Póllandi á dögunum. Um var að ræða eina stærstu sölu sem íslenskt félagslið hefur gert.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, hefur gríðarlega trú á Gísla og telur hann vera leikmann sem geti spilað í stærstu deildum heims.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, hefur gríðarlega trú á Gísla og telur hann vera leikmann sem geti spilað í stærstu deildum heims.
„Það var mjög flott sala fyrir alla og sjaldan að íslensk lið selji leikmenn í svona stór félög. Þarna hoppar hann yfir milliskrefið og næsta skref er vonandi ein af stóru deildunum," sagði Kári við Fótbolta.net í gær.
„Ég hef fulla trú á því að hann geti náð það langt. Ég hef sjaldan séð leikmann með hærra þak."
„Hann getur orðið Premier League eða Bundesligu góður. Miðað við hvernig hausinn á honum er, þá hef ég fulla trú á því að það muni gerast," sagði Kári.
Hægt er að sjá allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir