Þorleifur Úlfarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska félagið Loudoun United. Hann fer þangað á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Breiðablik rann út. Loudoun er í USL deildinni í Bandaríkjunum sem er deildin fyrir neðan MLS í styrkleikaröðinni í Bandaríkjunum.
Þorleifur, sem er 25 ára, þekkir vel til bandaríska fótboltans en hann spilaði með Duke háskólanum og í kjölfarið Houston Dynamo í MLS deildinni síðast þegar hann var vestanhafs.
Framherjinn ræddi við Fótbolta.net um skiptin.
Þorleifur, sem er 25 ára, þekkir vel til bandaríska fótboltans en hann spilaði með Duke háskólanum og í kjölfarið Houston Dynamo í MLS deildinni síðast þegar hann var vestanhafs.
Framherjinn ræddi við Fótbolta.net um skiptin.
„Það er bara mjög goð tilfinning að vera orðinn leikmaður Loudoun. Íþróttastjórinn hér hefur viljað fá mig í langan tíma. Hann var áður þjálfari annars staðar, en svo datt hann í þetta starf og hafði ennþá áhuga og ég ákvað bara að kýla á þetta," segir Þorleifur. Loudoun er í Virginíuríki sem er suðurhluta austurstrandarinnar.
Alen Marcina er 'sporting director' hjá Loudoun. Hann var áður þjálfari San Antonio FC sem er sömuleiðis í USL deildinni. Þorleifur segir að valið hafi staðið á milli Breiðabliks og Loudoun.
„Þetta var einfaldlega á milli Breiðabliks og þeirra, en mig langaði alltaf að fara aftur út, búa einn og vonandi vera heppnari í meiðslamálum," segir Þorleifur en síðustu misseri hafa mikið litast af meiðslum. Hann samdi við ungverska félagið Debrecen snemma árs 2024 eftir veruna hjá Dynamo.
Hann náði ekki að spila mikið með Debrecen, einungis þrjá leiki, og rúmu ári síðar hélt hann aftur til Breiðabliks og kom við sögu í fimm leikjum á liðnu tímabili.
„Markmiðið persónulega er bara að raða inn og koma mér á betri stað. Liðið er með 15-20 nýja leikmenn og ég hef trú á manninum á bakvið tjöldin. Þannig þetta lið ætti vonandi að geta náð langt í úrslitakeppninni," segir Þorleifur. USL deildin hefst í mars.
Athugasemdir



