Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þorleifur: Það erfiðasta sem hefur komið fyrir mig í lífinu
'Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert og það erfiðasta sem hefur komið fyrir mig í lífinu'
'Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert og það erfiðasta sem hefur komið fyrir mig í lífinu'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það'
'Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson er kominn á fullt eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í rúmlega eitt og hálft ár. Þorleifur er 24 ára framherji, uppalinn Bliki, sem sneri aftur í Breiðablik síðasta vor eftir að hafa verið á mála hjá Debrecen í Ungverjalandi.

Í haust náði hann, eftir að hafa farið í þrjár aðgerðir, að snúa aftur á völlinn. Á dögunum var hann svo kynntur sem nýr leikmaður Loudoun United í bandarísku USL deildinni. Hann ræddi við Fótbolta.net.

„Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert og það erfiðasta sem hefur komið fyrir mig í lífinu," segir Þorleifur.

„Þetta átti að vera einföld aðgerð á hné sem endaði í þremur aðgerðum og 595 dögum frá boltanum."

„Í endann var maður farinn að halda að þetta væri bara búið, en ég náði að æfa síðustu fimm mánuði ársins á fullu og spilaði nokkra leiki þannig ég gæti ekki verið þakklátari fyrir það."


Þorleifur kom við sögu í fimm leikjum á tímabilinu; þremur leikjum í Bestu deildinni og spilaði í tveimur Sambandsdeildarleikjum.

Hvernig var að fylgjast með stórum hluta þessa tímabils af hliðarlínunni?

„Það var erfitt, það versta sem ég geri er að horfa á fótboltaleiki hjá mínu liði og geta ekki hjálpað. Sérstaklega á kaflanum í sumar þar sem við unnum ekki leik í deildinni í langan tíma, það var mjög erfitt."

Áður en hann fór til Debrecen 2024 var hann leikmaður Houston Dynamo í bandarísku MLS deildinni. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og var hjá Stjörnunni í tvö ár í 2. flokki. Í seinni hluta viðtalsins ræðir hann um ákvörðunina að semja við Loudoun.
Athugasemdir
banner
banner