Í leik með Þór á sínum tíma. Linta hjálpaði Þór að komast upp í efstu deild, skoraði átta mörk í 1. deildinni 2010, og lék með liðinu í efstu deild 2011. Hann lék líka í efstu deild með ÍA 1997 og 2003.
Aleksandar Linta var fyrr í þessum mánuði kynntur sem nýr þjálfari ÍBV. Linta er Serbi sem spilaði á Íslandi í einn og hálfan áratug og þjálfaði lið Grundarfjarðar áður en hann hélt til Serbíu og fór að þjálfa þar.
Linta var leikmaður Þórs á árunum 2008-11. Þar kynntist hann Lárusi Orra Sigurðssyni. Lárus var þjálfari liðsins fyrstu tvö tímabilin hjá Linta og spilaði líka með honum fyrri hluta fyrsta tímabilsins.
Lárus er í dag þjálfari ÍA og ræddi hann við Fótbolta.net um Linta.
Linta var leikmaður Þórs á árunum 2008-11. Þar kynntist hann Lárusi Orra Sigurðssyni. Lárus var þjálfari liðsins fyrstu tvö tímabilin hjá Linta og spilaði líka með honum fyrri hluta fyrsta tímabilsins.
Lárus er í dag þjálfari ÍA og ræddi hann við Fótbolta.net um Linta.
„Það er mjög gaman að fá hann í deildina. Linta er toppnáungi, ég þekki hann vel frá því að hann var hjá mér hjá Þór. Við höfum verið í sambandi annars slagið, ég veit að hann hefur verið í sambandi við marga hérna á Íslandi. Hann hefur litið hýru auga til þess að koma til Íslands aftur."
„Hann var að gera áhugaverða hluti á sínum þjálfaraferli úti. Ég get ekki sagt að ég hafi fylgst náið með, en ég fylgdist með hvaða liðum hann var að stýra og við heyrðumst kannski tvisvar á ári og tókum spjallið," segir Lárus Orri.
Linta hefur þjálfað í Serbíu, Slóveníu og Kasakstan. Hann hefur starfað sem unglingalandsliðsþjálfari hjá serbneska sambandinu og var að þjálfa í akademíu Rauðu Stjörnunnar áður en kallið kom frá Eyjum.
„Það verður mjög áhugavert að fylgjast með honum hjá ÍBV og ég held að ÍBV hafi fengið góðan þjálfara til sín," segir Lárus Orri.
Athugasemdir



