Færeyska vefsíðan bolt.fo segir að markvörðurinn Benjamin Schubert sé við æfingar hjá NSÍ í Runavík.
Schubert er 29 ára Dani sem hefur verið varamarkvörður Vestra undanfarin tvö ár. Hann lék þrjá leiki í Mjólkurbikarnum í fyrra en Vestramenn fóru alla leið og urðu bikarmeistarar, eins og frægt er.
Vestri féll hinsvegar úr Bestu deildinni og samningur Schubert er runninn út. Hann er nú til reynslu hjá NSÍ en hann þekkir vel til í Færeyjum þar sem hann lék með B68 fyrir nokkrum árum.
Guy Smit, sem var aðalmarkvörður Vestra í fyrra, var orðaður við NSÍ fyrir áramót.
Schubert er 29 ára Dani sem hefur verið varamarkvörður Vestra undanfarin tvö ár. Hann lék þrjá leiki í Mjólkurbikarnum í fyrra en Vestramenn fóru alla leið og urðu bikarmeistarar, eins og frægt er.
Vestri féll hinsvegar úr Bestu deildinni og samningur Schubert er runninn út. Hann er nú til reynslu hjá NSÍ en hann þekkir vel til í Færeyjum þar sem hann lék með B68 fyrir nokkrum árum.
Guy Smit, sem var aðalmarkvörður Vestra í fyrra, var orðaður við NSÍ fyrir áramót.
„Það getur vel verið, við erum að skoða í kringum okkur. Það er auðvitað fullt af góðum leikmönnum á Íslandi sem gætu verið spenntir fyrir svona verkefni og auðvitað spennandi að fá að taka þátt í Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem ráðinn var þjálfari NSÍ þann 1. desember, í viðtali við Fótbolta.net þegar hann var spurður hvort hann myndi kanna íslenska markaðinn.
Athugasemdir

