Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. febrúar 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Karius á leið aftur til Liverpool eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Loris Karius fer líklegast aftur til Liverpool eftir að þessu tímabili lýkur en hann hefur verið á láni hjá Besiktas síðustu 18 mánuði.

Besiktas greiddi 2,5 milljónir punda fyrir lánssamninginn og fylgdi með kaupskylda, sem hljóðar upp á 7,5 milljónir. Kaupskyldan er þó aðeins gild ef Besiktas nær Evrópusæti, sem virðist ekki sérlega líklegt um þessar mundir.

Tólf umferðir eru eftir af tyrkneska deildartímabilinu og er Besiktas í sjöunda sæti, sex stigum frá Evrópu. Karius hefur verið aðalmarkvörður Besiktas frá komu sinni en félagið er ekki sérlega sátt með hann um þessar mundir.

Hann hefur ekki þótt standa sig nógu vel og er sagður ganga full hratt inn um gleðinnar dyr þegar hann fær frí.

Kaupskyldan verður að kaupmöguleika ef Besiktas nær ekki Evrópusæti og herma tyrkneskir fjölmiðlar að félagið hafi ekki áhuga á að nýta sér þann möguleika.

Karius er því líklegur til að snúa aftur til Liverpool næsta sumar, enda samningsbundinn þar til í júní á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner