Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Breki Baxter á láni til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Breki Baxter er genginn í raðir ÍBV á láni frá Stjörnunni en þetta kemur fram á vef KSÍ.

Breki er 19 ára gamall og verið á mála hjá Stjörnunni síðasta árið eða síðan hann rifti við ítalska félagið Lecce.

Stjörnumenn sömdu við Breka til þriggja ára og lánuðu hann síðan í Selfoss þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.

Hann gerði vel með Selfyssingum er liðið vann 2. deild en hann skoraði fimm mörk og var tilnefndur í lið ársins hér á Fótbolta.net.

Breki snéri aftur í Stjörnuna í síðari hluta tímabilsins og spilaði þrjá leiki.

Í dag voru félagaskipti hans í ÍBV staðfest en hann verður á láni hjá félaginu á komandi tímabili og mun því halda áfram að spila í Bestu deildinni.

„Ég hef fylgst vel með framgangi Breka undanfarin ár, bæði með Selfossi og yngri landsliðum Íslands og var því mjög einbeittur á að fá hann til okkar þegar okkur bauðst hann á lán, Breki er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður með mikinn vilja til þess að bæta sig sem leikmaður," segir Þorlákur Árnason sem er þjálfari ÍBV.

Eyjamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir spennandi lokakafla.
Athugasemdir
banner