Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. mars 2021 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Diouck með þrennu er KF tryggði sig áfram
Diouck skoraði þrennu.
Diouck skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF 4 - 0 Magni
1-0 Oumar Diouck ('6, víti)
2-0 Aron Elí Kristjánsson ('18)
3-0 Oumar Diouck ('27)
4-0 Oumar Diouck ('35)

KF vann ansi þægilegan sigur á Magna í B-deild Lengjubikars karla þennan sunnudaginn.

Franski sóknarmaðurinn Oumar Diouck skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum eftir sex mínútna leik, en á 18. mínútu varð staðan 2-0 þegar Aron Elí Kristjánsson skoraði.

Diouck var ekki hættur. Hann kom KF í 3-0 á 27. mínútu og fullkomnaði svo þrennu sína átta mínútum síðar.

Oumar Diouck kom til KF undir lok fyrri félagaskiptagluggans í fyrra og blómstraði með liðinu, skoraði tólf mörk í nítján leikjum. Hann er 26 ára sóknarmaður sem fæddur er í Senegal en er með belgískt ríkisfang.

Það var ekkert skorað í seinni hálfleiknum og lokatölur 4-0 fyrir KF. Flottur sigur þeirra en bæði þessi lið leika í 2. deild í sumar.

KF er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er búið að tryggja sér sigur í riðli 3 í B-deildinni. Það er því ljóst að KF mun spila í undanúrslitum B-deildarinnar. Magni er með sex stig eftir þrjá leiki. Þetta var þeirra fyrsta tap í Lengjubikarnum.


Athugasemdir
banner
banner