Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 21. mars 2023 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Hákon dýrastur í sögu danska boltans?
Hákon Arnar á æfingu landsliðsins í gær.
Hákon Arnar á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skrifaði í gær undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn sem gildir til ársins 2027.

Hákon, sem er 19 ára gamall, er búinn að vera að spila frábærlega í Danmörku og er einn mest spennandi leikmaður danska boltans. Þó hann skrifi undir nýjan samning er ekki útilokað að hann fari annað í sumar.

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það, en það er langt í sumarið. Við verðum að bíða og sjá," sagði Hákon í samtali við Fótbolta.net í gær.

Red Bull Salzburg í Austurríki reyndi að kaupa Hákon í janúarglugganum og hafnaði FCK risatilboði í hann. Talið er að tilboðið hafi verið nálægt 13 milljónum evra.

Tipsbladet greinir frá því í dag að Hákon sé ekki að fara fyrir minna en 100 milljónir danskra króna en það eru um 13,5 milljónir evra. Félagið mun biðja um stærri upphæð en það.

Það er því búist við því að Hákon verði einn af þremur dýrustu leikmönnum í sögu danska boltans þegar hann yfirgefur FC Kaupmannahöfn, mögulega sá dýrasti. Metsala hjá FCK er 14 milljónir evra en bakvörðurinn Victor Kristiansen var seldur fyrir þá upphæð til Leicester í janúarglugganum síðasta. Líklegt verði seldur á stærri upphæð en það.

Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að það sé ólíklegt að riftunarverð sé í samningi Hákon og það gefur FCK svigrúm í viðræðum við önnur félög. Hákon er sagður fá góða launahækkun með nýja samningnum.

Dýrustu leikmenn í sögu danska boltans:
1. Kamaldeen Sulemana til Rennes - 17 milljónir evra
2. Victor Kristiansen til Leicester - 14 milljónir evra
3. Jonas Wind til Wolfsburg - 12 milljónir evra
4. Mohamed Daramy til Ajax - 12 milljónir evra
5. Denis Vavro - 10,5 milljónir evra
Hákon Arnar: Mest frá vinum sem eru að plata mig í eitthvað rugl
Athugasemdir
banner
banner
banner