„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, risastór leikur. Að ganga með sigur frá honum er það sem við ætluðum okkur," sagði Arnór Sigurðsson eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.
Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.
Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísrael 1 - 4 Ísland
„Við vitum það að við erum með helling af frábærum fótboltamönnum. Fyrstu 30 mínúturnar var þetta opið og liðin að þreifa á hvort öðru. Við sýnum góðan karakter þegar við lendum 1-0 undir og getum verið ánægðir."
Arnór lenti í vondri tæklingu í seinni hálfleik en leikmaður Ísrael fékk að líta rauða spjaldið fyrir þá tæklingu.
„Við þurfum bara að skoða stöðuna. Ökklinn leit ekkert alltof vel út strax en vonandi er þetta minna en við höldum. Það verður að koma í ljós á næstu dögum."
„Þetta var klárt rautt spjald og eftir að hafa horft á tæklinguna aftur þá varð það bara enn meira þannig."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir