Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   fim 21. mars 2024 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Vonandi er þetta minna en við höldum
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, risastór leikur. Að ganga með sigur frá honum er það sem við ætluðum okkur," sagði Arnór Sigurðsson eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Við vitum það að við erum með helling af frábærum fótboltamönnum. Fyrstu 30 mínúturnar var þetta opið og liðin að þreifa á hvort öðru. Við sýnum góðan karakter þegar við lendum 1-0 undir og getum verið ánægðir."

Arnór lenti í vondri tæklingu í seinni hálfleik en leikmaður Ísrael fékk að líta rauða spjaldið fyrir þá tæklingu.

„Við þurfum bara að skoða stöðuna. Ökklinn leit ekkert alltof vel út strax en vonandi er þetta minna en við höldum. Það verður að koma í ljós á næstu dögum."

„Þetta var klárt rautt spjald og eftir að hafa horft á tæklinguna aftur þá varð það bara enn meira þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner