Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fim 21. mars 2024 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Vonandi er þetta minna en við höldum
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, risastór leikur. Að ganga með sigur frá honum er það sem við ætluðum okkur," sagði Arnór Sigurðsson eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Við vitum það að við erum með helling af frábærum fótboltamönnum. Fyrstu 30 mínúturnar var þetta opið og liðin að þreifa á hvort öðru. Við sýnum góðan karakter þegar við lendum 1-0 undir og getum verið ánægðir."

Arnór lenti í vondri tæklingu í seinni hálfleik en leikmaður Ísrael fékk að líta rauða spjaldið fyrir þá tæklingu.

„Við þurfum bara að skoða stöðuna. Ökklinn leit ekkert alltof vel út strax en vonandi er þetta minna en við höldum. Það verður að koma í ljós á næstu dögum."

„Þetta var klárt rautt spjald og eftir að hafa horft á tæklinguna aftur þá varð það bara enn meira þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir