Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 21. mars 2024 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Vonandi er þetta minna en við höldum
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, risastór leikur. Að ganga með sigur frá honum er það sem við ætluðum okkur," sagði Arnór Sigurðsson eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Við vitum það að við erum með helling af frábærum fótboltamönnum. Fyrstu 30 mínúturnar var þetta opið og liðin að þreifa á hvort öðru. Við sýnum góðan karakter þegar við lendum 1-0 undir og getum verið ánægðir."

Arnór lenti í vondri tæklingu í seinni hálfleik en leikmaður Ísrael fékk að líta rauða spjaldið fyrir þá tæklingu.

„Við þurfum bara að skoða stöðuna. Ökklinn leit ekkert alltof vel út strax en vonandi er þetta minna en við höldum. Það verður að koma í ljós á næstu dögum."

„Þetta var klárt rautt spjald og eftir að hafa horft á tæklinguna aftur þá varð það bara enn meira þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner