Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 21. mars 2024 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Arnór talaði opinskátt: Var ekkert að reyna þvinga mig í burtu
Icelandair
Maður þarf stundum að nýta sinn meðbyr og hugsa um sjálfan sig
Maður þarf stundum að nýta sinn meðbyr og hugsa um sjálfan sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Eins og ég segi þá eru dyrnar opnar en einbeitingin er samt á Norrköping, þannig er staðan
Eins og ég segi þá eru dyrnar opnar en einbeitingin er samt á Norrköping, þannig er staðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason ræddi um félagsliðið sitt Norrköping í viðtali við Fótbolta.net á liðshóteli landsliðsins í gær.

Í kvöld fer fram leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM. Sigurvegarinn kemst í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

„Ég myndi segja að við (Norrköping) séum í dag betri en við vorum í fyrra, þó svo að í fyrra byrjuðum við gríðarlega vel - fram að sumrinu - þá finnst mér við í dag vera með meiri hugmynd um hvað við viljum gera, en hvort við náum að framkvæma það er annað mál. Við vitum hvað við viljum gera og það er allir einhvern veginn á sömu blaðsíðu. Þannig ég er mjög bjartsýnn," sagði Arnór.

Arnór átti mjög gott tímabil í fyrra og var heilt yfir besti leikmaður Norrköping. Hann sagði hreinskilinn í viðtali að hann vildi spila í betri deild. Vildir þú fara frá Norrköping í vetur?

„Ég var ekkert að reyna þvinga mig neitt í burtu, ég er bara opinn fyrir því. Ég er að verða 31 árs í apríl, átti gott tímabil (með Norrköping) og átti gott tímabil með landsliðinu. Maður þarf stundum að nýta sinn meðbyr og hugsa um sjálfan sig. Ég held að flestir geri það. Kannski talaði ég of opinskátt um það, ég veit það ekki, ég var bara hreinskilinn. Ég er mjög ánægður í Norrköping og er mjög einbeittur og spenntur fyrir því sem er að fara gerast þar. Ég er opinn, er með dyrnar opnar."

Fjallað var um áhuga frá Kortrijk, liðinu sem Freyr Alexandersson stýrir, varð eitthvað meira úr þeim áhuga?

„Nei, það var ekkert, fór ekkert lengra. Eins og ég segi þá eru dyrnar opnar en einbeitingin er samt á Norrköping, þannig er staðan," sagði miðjumaðurinn að lokum.

Arnór er í líklegur byrjunarliði Íslands fyrir leikinn í kvöld. Spurning er þó hver verði með honum á miðjunni þar sem Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahópnum.
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
Athugasemdir
banner
banner
banner