Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Berg rétt missti af verkefninu - Ómögulegt að velja Gylfa
Icelandair
Jóhann Berg hefur verið lykilmaður með landsliðinu. Hann meiddist í leik með Al-Orobah í Sádi-Arabíu á dögunum.
Jóhann Berg hefur verið lykilmaður með landsliðinu. Hann meiddist í leik með Al-Orobah í Sádi-Arabíu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi ekki með.
Gylfi ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Kósovó.

Á fréttamannafundi í dag sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, frá því að Jóhann Berg hefði verið nálægt því að vera í hópnum en væri ekki vegna meiðsla. Gylfi hafi þó í raun ekki verið í myndinni þar sem hann spilar með liði á Íslandi sem er á undirbúningstímabili.

„Jói Berg var mjög nálægt, við vorum í sambandi alveg þangað til í gær. Hann fór í myndatöku í Manchester í gær en því miður var hann aðeins meira meiddur en hann hélt. Hann verður á Spáni á okkar slóðum á sama tíma og við verðum þar, þannig við fáum að hitta hann aðeins og hann verður með á nokkrum fundum. Hann er gríðarlega svekktur að missa af þessu."

„Marsverkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi, það er ekki framtíðin fyrir okkur, því miður. Við erum á allt annarri blaðsíðu hvað það varðar. Það er nógu erfitt fyrir að spila á Íslandi og komast í landsliðið, hvort sem það væri þá í júní eða september. Í mars er það að mínu mati ómögulegt. Liðin eru þá á allt öðru æfingastigi en gengur og gerist út í hinum stóra heimi. Auðvitað vill maður gefa leikmanni eins og Gylfa ákveðinn séns og tækifæri, en þegar maður hugsar þetta lengra þá er þetta ekki alveg rétti tímapunkturinn fyrir hann heldur. Hann er nýkominn upp úr meiðslum og ég taldi það réttast að hann, hjá nýjum klúbbi, fengi tíma til að aðlagast og koma sér í toppstandi til að eiga möguleika á að vera í næsta verkefni,"
sagði Arnar.
Fréttamannafundur Arnars í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner