
Jóhann Berg Guðmundsson getur ekki spilað með íslenska landsliðinu gegn Kósovo í umspilinu í Þjóðadeildinni í vikunni en leikið er á fimmtudag og sunnudag.
Hann leit hinsvegar við á æfingu Íslands á La Finca á Spáni í dag með börnunum sínum.
Hann heilsaði upp á strákana og það var létt yfir mannskapnum.
Meðfylgjandi eru myndir af Jóa kíkja á æfinguna.
Athugasemdir