Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Maggi Bö: Vellirnir ættu að vera í mjög góðu standi í sumar
Maggi Bö
Maggi Bö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Valur Böðvarsson. vallarstjóri á KR-velli, segir að staðan á grasvöllum landsins sé með ágætum fyrir sumarið. Keppni í Pepsi Max-deildinni átti að hefjast í vikunni en nú er ljóst að ekki verður byrjað að spila fyrr en í júní vegna kórónuveirufaraldursins.

„Grasvellirnir hérna á höfuðborgarsvæðinu eru svo sem á eðlilegum farvegi, í fyrra var frábær vetur og þá voru menn með klára velli á þessum tíma. Hins vegar í ár var talsvert erfiðari vetur, snjóþyngri og kaldari en vellirnir eru á nokkuð góðu róli og talsvert betr standi en til dæmis fyrir 2 árum. Vellirnir ættu því að vera í fínu standi," sagði Maggi við Fótbolta.net.

Ljóst er að vallarstarfsmenn fá lengri tíima til undirbúnings fyrir sumarið en vanalega. Breytir það undirbúningnum mikið?
„Helsti munur á undirbúningi núna er að það er kannski aðeins minna stress yfir mönnum að hafa klára vellina og ákveðnir hlutir sem menn eru að bíða með eða sleppa alveg til að mynda dúkanotkun enda fær maður nægan auka tíma."

„Hins vegar er allt á eðlilegum tíma og menn að fara detta í sáningar og sandanir á völlunum núna. stundum hefur það verið hægt fyrr t.a.m byrjun apríl en var ekki hægt núna útaf kulda en það er allt að detta í gang núna."


Maggi er bjartsýnn á að grasvellirnir verði í toppstandi þegar flautað verður til leiks í júní.

„Vellirnir ættu að vera í mjög góðu standi í sumar. Annað væri í raun fáranlegt þar sem hægt er að spara aðalvellina alveg fram í júní og leyfa þeim að ná sér 100% áður en álag hefst. Svo er spurning hvernig sumarið verður veðurfarslega, ef það verða margir leikir á stuttu tímabili á rigningartímabili þá gæti það endað í sárum en ég held að allt verði í góðu lagi og vellirnir höndli alveg þéttari álag," sagði Maggi að lokum.

Sjá einnig:
Íslandsmótið átti að hefjast í vikunni - Misjafnt ástand valla
Athugasemdir
banner