Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mán 21. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Tveir leikir í Bestu kvenna
Þór/KA mætir Tindastól
Þór/KA mætir Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fara fram í dag, annan í páskum, í Bestu deild kvenna.

Valur hóf tímabilið með markalausu jafntefli gegn FH en liðið heimsækir nýliða FHL í dag sem töpuðu gegn Tindastóli í fyrstu umferð.

Tindastóll heimsækir Þór/KA sem byrjaði tímabilið virkilega sterkt vann öruggan sigur á Víkingum á útivelli.

Þá fer fram leikur Kára og Víðis í undanúrslitum B-deildar Lengjubikarsins. Liðin keppast um að mæta Hetti/Huginn en úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.

mánudagur 21. apríl

Besta-deild kvenna
16:00 FHL-Valur (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Þór/KA-Tindastóll (Boginn)

Lengjubikarinn - B-deild úrslit
16:00 Kári-Víðir (Akraneshöllin)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 1 1 0 0 6 - 1 +5 3
2.    Þór/KA 1 1 0 0 4 - 1 +3 3
3.    Þróttur R. 1 1 0 0 3 - 1 +2 3
4.    Tindastóll 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
5.    FH 1 0 1 0 0 - 0 0 1
6.    Valur 1 0 1 0 0 - 0 0 1
7.    FHL 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
8.    Fram 1 0 0 1 1 - 3 -2 0
9.    Víkingur R. 1 0 0 1 1 - 4 -3 0
10.    Stjarnan 1 0 0 1 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner