Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle með auga á Vlahovic ef Isak skyldi fara í sumar
Dusan Vlahovic
Dusan Vlahovic
Mynd: EPA
Newcastle United hefur mikinn áhuga á að landa serbneska framherjanum Dusan Vlahovic frá Juventus ef Alexander Isak skyldi yfirgefa félagið í sumarglugganum.

Isak er einn heitasti bitinn á markaðnum í sumar vilji félög fá hann þurfa þau að reiða fram að minnsta kosti 120 milljónir punda.

Liverpool er sagt reiðubúið að greiða þann verðmiða og mun Newcastle þá þurfa annan framherja til að fylla skarðið sem Isak skilur eftir sig.

TuttoSport segir að Newcastle sé búið að skrá sig í baráttuna um serbneska framherjann Dusan Vlahovic.

Vlahovic er á besta aldri. Hann er 25 ára gamall og gert níu deildarmörk með Juventus á tímabilinu, en hann er ekki í myndinni hjá félaginu fyrir næstu leiktíð.

Juventus er talið vilja á bilinu 30-40 milljónir punda fyrir Vlahovic sem verður samningslaus á næsta ári.

Manchester United og Tottenham hafa einnig sýnt serbneska landsliðsmanninum áhuga og þyrfti því Newcastle að hafa hraðar hendur ef það ætlar að landa honum.
Athugasemdir
banner