Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Klopp útskýrir klæðaburðinn - „Láttu þér líða þægilega"
Jürgen Klopp er alltaf þægilegur í leikjum
Jürgen Klopp er alltaf þægilegur í leikjum
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórar hafa gegnum í tíðina klætt sig vel fyrir leiki. Þetta þótti mikil hefð hér árum áður en Jürgen Klopp hefur þó aldrei liðið vel í fínu fötunum þegar hann er að störfum.

Klopp er yfirleitt klæddur í æfingagalla Liverpool með derhúfu og ef það er vetur þá er hann í úlpu sem er merkt félaginu en hann reyndi þó einu sinni að breyta um stíl en það gekk bara ekki upp.

„Ég var leikmaður og daginn eftir var ég þjálfari. Það var æfingagalli í klefanum af þjálfaranum sem var í starfinu á undan mér og hann passaði ekki," sagði Klopp við Guardian.

„Ég var bara einbeittur á leikinn. Ég hugsaði aldrei um hvernig ég liti út og ég veit að það er ekkert alltof svalt því við erum að vinna á opinberum vettvangi en þegar ég kom til Dortmund þá hugsaði ég að kannski þyrfti ég að breyta um stíl."

„Ég byrjaði að klæða mig í gallabuxur og skyrtu en mér leið bara ekkert þægilega. Það þýðir samt ekki að það sé slæmt fyrir þig."

„Mér finnst Pep Guardiola best klæddi stjórinn. Allt sem hann klæðir sig í fer honum afar vel. Hann er ekki í jakkafötum heldur bara mjög vel til fara."

„Vertu bara þú sjálfur. Ef þú vilt líta vel út þá er það bara gott og blessað en þetta var ekki ætlað mér. Það skiptir máli að gera það sem manni líður vel með. Það skiptir ekki máli hver fyrirmyndin er þá getur maður aldrei gert það sama."

„Mér finnst geggjað þegar maður sér sál eða persónuleikann hjá þjálfaranum í hinu liðinu. Klæðaburður er einn partur af persónuleika okkar. Klæddu þig eins og þú vilt en ekki gera það að því mikilvægasta í lífinu. Þegar allt kemur til alls er það leikurinn sem skiptir máli en hafðu samt ekki áhyggjur þú getur alveg verið heimsmeistari í jakkafötum eða æfingagalla. Láttu þér bara liða þægilega,"
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner