Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 21. júní 2022 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ekki góð en við erum einhvern veginn á þannig stað að við vorum að mínu viti, sérstaklega í seinni hálfleik, töluvert betra liðið hérna í dag. Mér fannst við orkumiklir, góðir og settum þá í allskonar vandræði. Við hefðum þurft að skapa örlítið fleiri færi en trúin í liðinu var heldur betur til staðar. Ég er stoltur af þessari frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Þegar Leiknismenn komust í tækifæri á að gera góða hluti við vítateig Vals endaði sóknin oft á skoti sem fór vel framhjá eða yfir mark Vals.

„Já, ég vil fá þessi skot á rammann. Við hefðum þurft að vera örlítið beittari í kringum boxið. Það er erfitt einhvern veginn að æfa það eitthvað en það sem við æfum og það sem við gerum finnst mér við líta helvíti vel út í dag."

Leiknir fékk stig gegn FH í síðasta leik. Er Siggi ánægður í heild sinni með þessa tvo leiki eftir landsleikjahlé?

„Virkilega, sérstaklega í dag. Í FH leiknum fannst mér andinn ofboðslega góður, við vorum kannski ekkert frábærir en heilt yfir var það mjög fín frammistaða. Mér fannst við ofboðslega góðir á mörgum köflum í þessum leik. Við viljum ekki vera alltaf að segja að þetta var góð frammistaða og við hefðum átt að vinna og eitthvað svona en ef við gerum það ekki í dag þá er það skrítið. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik, fannst við hrikalega flottir og þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner