Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. júní 2022 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ekki góð en við erum einhvern veginn á þannig stað að við vorum að mínu viti, sérstaklega í seinni hálfleik, töluvert betra liðið hérna í dag. Mér fannst við orkumiklir, góðir og settum þá í allskonar vandræði. Við hefðum þurft að skapa örlítið fleiri færi en trúin í liðinu var heldur betur til staðar. Ég er stoltur af þessari frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

Þegar Leiknismenn komust í tækifæri á að gera góða hluti við vítateig Vals endaði sóknin oft á skoti sem fór vel framhjá eða yfir mark Vals.

„Já, ég vil fá þessi skot á rammann. Við hefðum þurft að vera örlítið beittari í kringum boxið. Það er erfitt einhvern veginn að æfa það eitthvað en það sem við æfum og það sem við gerum finnst mér við líta helvíti vel út í dag."

Leiknir fékk stig gegn FH í síðasta leik. Er Siggi ánægður í heild sinni með þessa tvo leiki eftir landsleikjahlé?

„Virkilega, sérstaklega í dag. Í FH leiknum fannst mér andinn ofboðslega góður, við vorum kannski ekkert frábærir en heilt yfir var það mjög fín frammistaða. Mér fannst við ofboðslega góðir á mörgum köflum í þessum leik. Við viljum ekki vera alltaf að segja að þetta var góð frammistaða og við hefðum átt að vinna og eitthvað svona en ef við gerum það ekki í dag þá er það skrítið. Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik, fannst við hrikalega flottir og þetta var ekki frammistaða hjá liði sem er með fjögur stig."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner