Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth gæti misst Solanke - „Eitthvað sem við getum ekki stjórnað“
Dominic Solanke
Dominic Solanke
Mynd: Getty Images
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, viðurkennir að það gæti reynst erfitt að halda enska framherjanum Dominic Solanke áfram hjá félaginu.

Solanke, sem er 26 ára gamall, á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Bournemouth, en frammistaða hans síðasta árið hefur kveikt áhuga hjá mörgum félögum.

Hann skoraði 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var fjórði markahæsti leikmaðurinn ásamt Phil Foden og Ollie Watkins.

Sumarglugginn er langur og segst Iraola ekki vita hvort Solanke verði áfram hjá félaginu.

„Markaðurinn er opinn. Það er ekki hægt að segja til um það hvort hann verði áfram eða fari því við vitum það ekki. Þetta er eitthvað sem við getum ekki stjórnað,“ sagði Iraola við BBC.

Solanke hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Chelsea, en hann ólst upp hjá síðarnefnda félaginu.
Athugasemdir
banner
banner