Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. ágúst 2019 10:34
Elvar Geir Magnússon
Rashford gerður að vítaskyttu númer eitt
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær hafi gert Marcus Rashford að vítaskyttu Manchester United til frambúðar.

Ákvörðunin var tekin eftir að Paul Pogba klúðraði víti í 1-1 jafnteflinu gegn Úlfunum.

Árangur Pogba á vítapunktinum hefur ekki verið upp á marga fiska en mikil umræða hefur skapast um það að hann hafi tekið spyrnuna, sérstaklega í ljósi þess að Rashford skoraði úr vítaspyrnu í fyrstu umferðinni.

The Sun segir að Solskjær hafi hellt sér yfir Rashford og Pogba í klefanum eftir leik. Norðmaðurinn vildi þó ekki gagnrýna neinn opinberlega í viðtölum.

Nú segja fjölmiðlar að Solskjær hafi tilkynnt leikmönnum sínum að Rashford sé vítaskytta númer eitt.

Næsti leikur United er gegn Crystal Palace á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner