Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 21. ágúst 2019 10:34
Elvar Geir Magnússon
Rashford gerður að vítaskyttu númer eitt
Mirror segir að Ole Gunnar Solskjær hafi gert Marcus Rashford að vítaskyttu Manchester United til frambúðar.

Ákvörðunin var tekin eftir að Paul Pogba klúðraði víti í 1-1 jafnteflinu gegn Úlfunum.

Árangur Pogba á vítapunktinum hefur ekki verið upp á marga fiska en mikil umræða hefur skapast um það að hann hafi tekið spyrnuna, sérstaklega í ljósi þess að Rashford skoraði úr vítaspyrnu í fyrstu umferðinni.

The Sun segir að Solskjær hafi hellt sér yfir Rashford og Pogba í klefanum eftir leik. Norðmaðurinn vildi þó ekki gagnrýna neinn opinberlega í viðtölum.

Nú segja fjölmiðlar að Solskjær hafi tilkynnt leikmönnum sínum að Rashford sé vítaskytta númer eitt.

Næsti leikur United er gegn Crystal Palace á laugardag.
Athugasemdir