Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA var léttur og það skiljanlega eftir frábæran 2-4 sigur á Stjörnunni í 18.umferð Bestu Deildar karla.
"Já skemmtilegur leikur, mikið af mörgum, mörg víti og allt að gerast þannig við erum bara gríðarlega ánægðir með að hafa komið hingað og unnið, spilað fínan leik þannig við erum bara rosa ánægðir" Sagði Hallgrímur í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.
"Já skemmtilegur leikur, mikið af mörgum, mörg víti og allt að gerast þannig við erum bara gríðarlega ánægðir með að hafa komið hingað og unnið, spilað fínan leik þannig við erum bara rosa ánægðir" Sagði Hallgrímur í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 4 KA
Það voru fjórar vítaspyrnur í þessum leik, hefur Hallgrímur séð annað eins?
"Nei ekki oft mér fannst vítin sem þeir fá, okkur gera aðeins betur í varnarleiknum. Ekki alveg viss hvort báðir dómarnir hefðu verið réttir en í bæði skiptin lendum við eftir á og erum ekki klárir, eitthvað sem við verðum að kíkja á en gaman fyrir áhorfendur að fá smá spennu"
Loksins fyrsti sigur KA á þessum liðum í topp sex og það á útivelli.
"Við erum ánægðir með það, við vissum það alveg þótt við værum ekki búnir að þau hingað til þá værum við búnir að mæta hinum liðunum tvisvar og þeim bara einu sinni, bæði Breiðablik og Víkingur á útivelli. Við vorum mun betri en KR þegar við mættum þeim heima, 26 skot og tvö í stöng og áttum jafnvel ekki að tapa þeim leik þannig við vissum að frammistöðurnar voru fínar og sigrarnir koma ef við höldum því áfram"
Nökkvi Þeyr Þórisson sem var maður leiksins í kvöld og verið hreint út sagt magnaður í sumar, er áhugi á Nökkva erlendis frá?
"Ég hef bara ekki hugmynd en það kemur ef hann heldur svona áfram" Sagði Hallgrímur.
Nökkvi sjálfur var svo spurður sömu spurningu nokkrum mínútum seinna en hann hafði aðeins lítið að segja.
"Maður heyrir helling"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir