Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 21. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Jakob Leó áfram með Hauka - Guðrún Jóna aðstoðarþjálfari
Jakob Leó Bjarnason.
Jakob Leó Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Hauka hefur endurnýjað samninga við Jakob Leó Bjarnason og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur um þjálfun á meistaraflokki kvenna.

Jakob Leó er aðalþjálfari liðsins en hann tók við liðinu í september 2017 ásamt Guðrúnu Jónu. Tímabilið 2018 hafnaði liðið í 5. sæti Inkasso deildarinnar en í 4. sæti í ár.

Guðrún Jóna mun einnig vera aðalþjálfari 2. og 3. flokks kvenna þar sem Helga Helgadóttir verður aðstoðarþjálfari.

Þá mun Jóna koma í fullt starf hjá knattspyrnudeildinni frá og með næstu áramótum þar sem hún tekur þátt í fleiri verkefnum í knattspyrnudeild Hauka, m.a. í afreksþjálfun fyrir leikmenn meistaraflokka og yngri flokka félagsins, bæði karla og kvenna.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar samningum við þau Jakob og Jónu og bindur miklar vonir við þau á komandi árum," segir í yfirlýsingu frá Haukum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner