Jakob Byström, framherji Fram, hefur skrifað undir nýjan samning við Fram. Samningurinn er í gildi út árið 2027.
Byström gekk til liðs við Fram frá Svíþjóð snemma á þessu ári. Hann hefur spilað 21 leik og skorað sjö mörk, þar af sex í Bestu deildinnii.
Byström gekk til liðs við Fram frá Svíþjóð snemma á þessu ári. Hann hefur spilað 21 leik og skorað sjö mörk, þar af sex í Bestu deildinnii.
„Jakob kom til okkar snemma á árinu 2025 og hefur hann aðlagast vel og þroskast mikið sem leikmaður á þessum stutta tíma. Á þessu tímabili hefur Jakob skorað 6 mörk og hlökkum við mikið til að fylgjast með honum taka næstu skref í bláu treyjunni undir leiðsögn okkar öfluga þjálfarateymis," segir í tilkynningu frá félaginu.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði Valur áhuga á leikmanninum en hann verður áfram í Úlfarsárdal.
Athugasemdir