Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 11:04
Elvar Geir Magnússon
Dino Gavric samningslaus - Vill halda áfram að spila á Íslandi
Dino Gavric.
Dino Gavric.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Samningi króatíska varnarmannsins Dino Gavric hjá Þór hefur verið rift og hann því án félags sem stendur.

Dino er þrítugur og hefur spilað hér á landi síðan 2016 þegar hann gekk í raðir Fram.

„Sem stendur er mér frjálst að ræða við önnur félög og er opinn fyrir því, sem og að ræða við Þór. Ég og Þór gerðum samkomulag um riftun og héldum því opnu að ræða um nýjan samning fyrir næsta tímabil," segir Dino

„Ég var ánægður á Akureyri eins og ég hef verið síðustu fjögur tímabil og ég væri til í að halda áfram að spila fótbolta hér á Íslandi."

Dino Gavric lék 20 leiki í Inkasso-deildinni í sumar en Þór hafnaði í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner