Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
England: VAR-dramatík á Old Trafford er Man Utd vann WBA
Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins en var heppinn að fá ekki á sig víti
Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins en var heppinn að fá ekki á sig víti
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 0 West Brom
1-0 Bruno Fernandes ('56 , víti)

Manchester United færði sig upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 1-0 sigri á West Bromwich Albion á Old Trafford en David Coote, dómari leiksins, stal senunni.

Sam Johnstone, fyrrum markvörður United, var í marki WBA í kvöld en hann sá tvívegis við Anthony Martial í fyrri hálfleiknum. Hann varði fyrst skalla frá honum á 2. mínútu og var þá aftur á ferðinni á 17. mínútu er hann varði viðstöðulaust skot Martial.

Man Utd vildi fá víti á 28. mínútu er Matheus Pereira togaði í treyju Martial. Það var ljóst að hann togaði í hann en Martial féll auðveldlega í jörðina og ekkert víti dæmt.

Dramatíkin hófst hins vegar í byrjun síðari hálfleiks. WBA fékk vítaspyrnu eftir að Bruno Fernandes sparkaði Conor Gallagher niður en David Coote, dómari leiksins, skoðaði VAR-skjáinn og ákvað að taka dóminn til baka.

United fékk vítaspyrnu um það bil tíu mínútum síðar er Juan Mata skaut boltanum í höndina á Semi Ajayi. Bruno Fernandes fór á punktinn en Johnstone sá við honum. Markvörðurinn stökk af línunni áður en hann varði vítið og fékk Fernandes því að taka það aftur og nýtti hann spyrnuna í annarri tilraun.

Callum Robinson kom inná sem varamaður í lið WBA og átti skot í stöng í fyrstu tilraun rétt fyrir utan teig. Johnstone átti frábæran dag í marki WBA og varði meistaralega frá Marcus Rashford á 67. mínútu.

Man Utd náði að halda út og fyrsti heimasigur Man Utd í deildinni í fjóran og hálfan mánuð. Man Utd fer upp í níunda sæti deildarinnar en liðið er með 13 stig. WBA er í 18. sæti með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner