Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Íran þögðu þegar þjóðsöngurinn var spilaður
Fyrir leik.
Fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Englands og Íran, en um er að ræða leik númer tvö á heimsmeistaramótinu í Katar.

Það vakti athygli fyrir leik þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir að leikmenn Íran þögðu allir.

Var þetta gert í mótmælaskyni gegn stjórnvöldum í landinu að sögn blaðamannsins Borzou Daragahi.

Á undanförnum vikum hefur verið mikið mótmælt í Íran en kveikja var andlát ungrar konu sem var í haldi siðgæðislögreglu landsins. Mahsa Amini var handtekin þar sem hún þótti ekki höfuðslæðu sína nægilega vel.

Í fangelsinu lést hún af völdum áverkum sinna, en síðan þá hafa verið mikil mótmæli í landinu. Mótmælin snúast gegn íslömsku klerkastjórninni, sem hefur ríkt í Íran frá írönsku byltingunni árið 1979.

„Þetta er mikil áhætta fyrir leikmennina. Stjórnvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur fótboltagoðsagna sem hafa talað gegn þeim," segir Daragahi og veltir því fyrir sér hvernig tekið verður á móti leikmönnunum þegar þeir snúa aftur til Íran.


Athugasemdir
banner
banner