
Núna er í gangi leikur Englands og Íran, en um er að ræða leik númer tvö á heimsmeistaramótinu í Katar.
Það vakti athygli fyrir leik þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir að leikmenn Íran þögðu allir.
Það vakti athygli fyrir leik þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir að leikmenn Íran þögðu allir.
Var þetta gert í mótmælaskyni gegn stjórnvöldum í landinu að sögn blaðamannsins Borzou Daragahi.
Á undanförnum vikum hefur verið mikið mótmælt í Íran en kveikja var andlát ungrar konu sem var í haldi siðgæðislögreglu landsins. Mahsa Amini var handtekin þar sem hún þótti ekki höfuðslæðu sína nægilega vel.
Í fangelsinu lést hún af völdum áverkum sinna, en síðan þá hafa verið mikil mótmæli í landinu. Mótmælin snúast gegn íslömsku klerkastjórninni, sem hefur ríkt í Íran frá írönsku byltingunni árið 1979.
„Þetta er mikil áhætta fyrir leikmennina. Stjórnvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur fótboltagoðsagna sem hafa talað gegn þeim," segir Daragahi og veltir því fyrir sér hvernig tekið verður á móti leikmönnunum þegar þeir snúa aftur til Íran.
Breaking: Iran national football club stand mournfully and refuse to sing national anthem of clerical regime during first match against England at World Cup 2022 in act of protest against Khamenei henchmen’s violence pic.twitter.com/qPmX2hdMKP
— Borzou Daragahi 🖊🗒 (@borzou) November 21, 2022
Athugasemdir