Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   fös 22. janúar 2021 11:43
Elvar Geir Magnússon
Sér ekki eftir því að hafa ýjað að því að dómararnir væru trúðar
Dean Smith, stjóri Aston Villa, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Manchester City í vikunni. Smith var allt annað en sáttur við að fyrra mark City í leiknum hafi verið látið standa.

Rodri, miðjumaður City, kom úr rangstöðu til að vinna boltann af Tyrone Mings og sendi á Bernardo Silva sem skoraði.

Jonathan Moss og aðstoðarmenn hans töldu að Rodri væri ekki rangstæður því nýtt atriði hafi hafist í leiknum þegar Mings sparkaði í knöttinn.

„Þetta eru óskýrar reglur sem ég held að enginn hafi verið meðvitaðir um á þessum tímapunkti. Það er mismunandi túlkun á reglunum og ef þeim verður ekki breytt held ég að allir geri sér grein fyrir því hvar þetta gæti endað," segir Smith.

Eftir að markið var látið standa spurði Smith dómarann hvort hann hafi fengið 'djögl bolta' í jólagjöf og fékk í kjölfarið rautt spjald. Hann var með öðrum orðum að kalla dómarana trúða.

Hann hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu og segist sætta sig við þá ákæru en þó með trega.

„Ég meðtek þessa ákæru en með trega. Ég sé ekki eftir því að hafa spurt dómarann hvort hann hafi fengið 'djögl bolta' í jólagjöf og tel að þau ummæli hafi ekki verið særandi," segir Smith.

Aston Villa á leik í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld, gegn Newcastle. Leikurinn verður klukkan 20:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner