Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. janúar 2022 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Varalið KA náðu jafnteflum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslit hafa borist úr tveimur af fimm leikjum dagsins í Kjarnafæðismótinu á Akureyri.

Þar mættu KA 2 og KA 4 til leiks gegn KF og Samherjum. KA 2 tók forystuna í síðari hálfleik gegn KF með marki frá Tómasi Þórðarsyni.

Þorsteinn Már Þorvaldsson gerði jöfnunarmark KF tæpum tuttugu mínútum síðar og urðu lokatölur 1-1.

KF endar riðlakeppnina í öðru sæti á markatölu, með fjögur stig. KA 2 er einnig með fjögur stig en verri markatölu vegna stærra taps gegn toppliði Þórs.

KA 4 spilaði við Samherja og lenti tveimur mörkum undir í upphafi síðari hálfleiks.

Björgvin Ingi Ólason og Sigurður Hrafn Ingólfsson náðu þó að jafna leikinn með tveimur mörkum á sömu mínútunni samkvæmt leikskýrslu KSÍ.

Þetta er fyrsta stig hjá Sammherjum og KA 4 eftir þrjár umferðir.

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 2
KF 1 - 1 KA 2

0-1 Tómas Þórðarson ('53)
1-1 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('72)

Kjarnafæðismótið - B-deild, riðill 1
Samherjar 2 - 2 KA 4

1-0 Bjarki Már Hafliðason ('46)
2-0 Skírnir Már Skaftason ('57)
2-1 Björgvin Ingi Ólason ('75)
2-2 Sigurður Hrafn Ingólfsson ('75)
Athugasemdir
banner
banner