Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. janúar 2022 16:06
Brynjar Ingi Erluson
Mings hneykslaður á stuðningsmönnum Everton - „Viðbjóðslegt"
Tyrone Mings
Tyrone Mings
Mynd: EPA
Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa, var hneykslaður á hegðun stuðningsmanna Everton í 1-0 sigrinum á Goodison Park í dag.

Mings var ánægður með framlag Villa í leiknum en leikmenn vissu að þetta yrði erfiður leikur.

„Þetta er mjög stoltur klúbbur og þeir hafa auðvitað verið að ganga í gegnum erfiðan kafla. Við vissum það að þjálfarabreytingar myndi gefa þeim hvatningu inn í þennan leik og það eina sem gat sært okkur var ef við myndum leyfa þeim að spila með stuðningsmennina á bakvið sig."

„Fyrri hálfleikurinn var góður og náðum aðeins að afstýra þessu, en þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn. Það var samt gott að koma hingað og vinna. Þeir þurftu að mæta okkur og reyna að vinna leikinn og við þurfum að vera vakandi fyrir því að leikurinn myndi breytast og mæta þeirri áskorun og sýna aðra hlið á okkur."


Stuðningsmenn Everton köstuðu flöskum í leikmenn Aston Villa eftir markið sem Emi Buendia og hæfði það nokkra leikmenn en Mings var gáttaður á hegðuninni.

„Þeir gerðu það og þetta var viðbjóðslegt. Þetta er það um það bil eina sem þeir eru með og þeir reyndu að gera þetta að ljótum leik og reyna að gera þetta að ógnandi andrúmslofti en við komum hingað og fengum þrjú stig. Það verður vonandi tekið á þessu en það eina sem hægt er að gera er að halda áfram," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner