Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 22. janúar 2023 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Glæsimark Reyna færði Dortmund sigurinn í fjörugum leik
Gio Reyna fagnar sigurmarki Dortmund
Gio Reyna fagnar sigurmarki Dortmund
Mynd: EPA
Borussia D. 4 - 3 Augsburg
1-0 Jude Bellingham ('29 )
1-1 Arne Maier ('40 )
2-1 Nico Schlotterbeck ('42 )
2-2 Ermedin Demirovic ('45 )
3-2 Jamie Bynoe Gittens ('75 )
3-3 David Colina ('76 )
4-3 Giovanni Reyna ('78 )

Borussia Dortmund þurfti að hafa fyrir hlutunum er Augsburg kíkti í heimsókn á Westfalen-leikvanginn í Dortmund en heimamenn unnu nauman, 4-3, sigur í stórskemmtilegum leik.

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham kom Dortmund yfir á 29. mínútu eftir sendingu frá Karim Adeyemi áður en Arne Meier jafnaði ellefu mínútum síðar.

Nico Schlotterbeck kom Dortmund aftur í forystu á 42. mínútu en Augsburg svaraði með öðru jöfnunarmarki undir lok hálfleiksins.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir skoraði varamaðurinn Jamie Bynoe Gittens en vörn Dortmund var sofandi eftir fagnaðarlætin og jafnaði David Colina aðeins hálfri mínútu síðar.

Bandaríski sóknartengiliðurinn Giovanni Reyna gerði sigurmark Dortmund þegar tólf mínútur voru eftir og það með stórglæsilegu marki fyrir utan teig. Hann tók boltann á lofti og hamraði honum efst í vinstra hornið.

Sebastien Haller kom inná sem varamaður í fyrsta leik sínum fyrir félagið, en hann greindist með krabbamein stuttu eftir að hann samdi við Dortmund á síðasta ári og hefur síðan þá farið í tvær aðgerðir og þrjár geislameðferðir. Stúkan fagnaði því ákaflega er hann kom inná.

Lokatölur 4-3 fyrir Dortmund sem er í 6. sæti með 28 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner