Arsenal er að ræða það innanbúðar hvort það sé möguleiki fyrir félagið að kaupa sóknarmanninn Benjamin Sesko í þessum félagaskiptaglugga.
Arsenal hefur lengi haft áhuga á Sesko en félagið ætlar að fá inn framherja eftir að Bukayo Saka og Gabriel Jesus meiddust.
Arsenal hefur lengi haft áhuga á Sesko en félagið ætlar að fá inn framherja eftir að Bukayo Saka og Gabriel Jesus meiddust.
Umboðsmaður Sesko sagði fyrr í þessum mánuði að hann væri að búast við því að sóknarmaðurinn yrði áfram hjá RB Leipzig út tímabilið.
Sesko er sagður vera með samkomulag við Leipzig um að hann megi fara fyrir rétt verð næsta sumar.
Hann er ekki með riftunarverð í samningi sínum og það gerir möguleg kaup í þessum mánuði erfið.
Hinn 21 árs gamli Sesko er samningsbundinn Leipzig til 2029.
Athugasemdir