Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lo Celso slapp við rautt en svo voru mistök viðurkennd
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Enn og aftur er VAR í umræðunni á Englandi. Í leik Chelsea og Tottenham sem var að klárast er búið að viðurkenna það að gerð hafi verið mistök í notkun á VAR.

Giovani Lo Celso gerðist sekur um ljótt brot um miðjan seinni hálfleikinn þegar hann traðkaði á César Azpilicueta, fyrirliða Chelsea. Atvikið var skoðað í VAR, en eftir það var tekin ákvörðun um að gefa Lo Celso ekki rautt spjald. Hann fékk ekki einu sinni gult spjald.

Fyrst var komið með þá skýringu að ekki hefði verið gefið rautt spjald þar sem Lo Celso „hafði engan annan stað til að setja fót sinn á."

Síðan var gefin út önnur yfirlýsing þar sem kom fram að um mannleg mistök hefði verið að ræða.

Michael Oliver dæmdi leikinn og skoðaði hann ekki VAR-skjáinn þrátt fyrir að vera mun reynslumeiri en VAR-dómarinn, David Coote.

Smelltu hérna til að sjá þetta ljóta brot.

Athugasemdir
banner
banner