Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. febrúar 2024 09:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Oscar Bobb að fá nýjan langtíma samning hjá Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City er nálægt því að ganga frá langtíma samning við Norðmanninn Oscar Bobb.

Bobb hefur verið hluti af aðalliðinu á þessu tímabili og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni á dögunum þegar City lagði Brentford.

Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark þegar hann tryggði liðinu sigur gegn Newcastle í síðasta mánuði með marki í uppbótatíma.

Bobb er tvítugur og hefur spilað sextán leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir hönd Noregs og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner