Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sean Cox kominn heim tveimur árum eftir árásina
Mynd: Skjáskot
Afar sorglegt atvik átti sér stað er Liverpool mætti AS Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2018.

Fótboltabullur frá Róm réðust á fjölskyldufaðirinn Sean Cox er liðin mættust í Liverpool. Þeir skildu Cox eftir með alvarlega höfuðáverka og var hann í bráðri lífshættu.

Cox var haldið sofandi um tíma og hefur bataferlið verið langt og strembið en nú er hann kominn aftur heim til sín í faðm fjölskyldunnar, tveimur árum eftir atvikið.

„Þetta er dagur sem við höfum hlakkað mikið til," skrifaði Martina Cox, eiginkona Sean, í færslu á Facebook.

„Það er gríðarlega mikilvægt skref að hafa fengið hann heim en leiðin framundan er löng og ströng."

Cox fékk gríðarlega mikinn stuðning frá knattspyrnuheiminum eftir árásina. Árásarmennirnir fengu nokkuð væga dóma, sem þeir eru þó enn að afplána.
Athugasemdir
banner
banner
banner