Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. mars 2021 16:08
Magnús Már Einarsson
Bailly óttast að Man Utd sé að plata sig
Mynd: Getty Images
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, óttast að félagið sé að plata sig til að skrifa undir framlengingu á samningi, einungis til að fá hærra kaupverð í sumar.

Bailly verður samningslaus árið 2022 en viðræður hafa átt sér stað um nýjan samning.

Hinn 26 ára gamli Bailly hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum Manchester United og hann er orðinn þreyttur á að fá ekki fleiri tækifæri.

Sky Sports segir að Bailly hafi rætt við vini sína um helgina og sagt þeim að hann óttist að fá aldrei að verða fyrsti kostur hjá Ole Gunnar Solskjær.

Bailly telur að Manchester United sé einungis að reyna að framlengja samninginn til að auka verðgildið á félagaskiptamarkaðinum fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner
banner