Þegar horft er á leikskýrsluna úr leik Víkings og Breiðabliks í gær sést að fjórir leikmenn í byrjunarliðunum í gær eru fæddir á þessari öld.
Allir fjórir leikmennirnir eru uppaldir í Kópavogi; þrír hjá Breiðabliki og einn hjá HK.
Allir fjórir leikmennirnir eru uppaldir í Kópavogi; þrír hjá Breiðabliki og einn hjá HK.
Allir fjórir voru í byrjunarliðinu hjá Víkingi.
Leikmennirnir fjórir eru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson (2001, uppalinn hjá Breiðabliki), Danijel Dejan Djuric (2003, uppalinn hjá Breiðabliki og Hvöt), Ari Sigurpálsson (2003, uppalinn hjá HK) og Gísli Gottskálk Þórðarson (2004, uppalinn hjá Breiðabliki).
Fimmti yngsti leikmaðurinn í byrjunarliðunum var Jason Daði Svanþórsson í liði Breiðabliks sem uppalinn er hjá Aftureldingu.
Athugasemdir