Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 22. maí 2020 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn Watford í sóttkví
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn Watford til viðbótar eru komnir í sóttkví eftir að fjölskyldumeðlimir greindust með kórónuveiruna.

Lið ensku úrvalsdeildarinnar mættu aftur til æfinga í þessari viku, en lið eru byrjuð að æfa í litlum hópum. Áður en æfingar hófust voru leikmenn og starfsmenn félaga deildarinnar prófaðir fyrir kórónuveirunni og greindust þrír hjá Watford með veiruna. Adrian Mariappa, varnarmaður liðsins, og tveir starfsmenn eru með veiruna.

Allir þrír smituðu einstaklingarnir hjá Watford eru nú í sóttkví þar sem þeir verða í sjö daga áður en þeir fara í aðra sýnatöku. Tveir aðrir leikmenn eru núna í sóttkví eftir að smit greindust hjá fjölskyldumeðlimum þeirra.

Nigel Pearson, stjóri Watford, sagði frá þessu en báðir leikmenn voru með neikvætt sýni fyrr í vikunni.

Leikmennirnir eru ekki nafngreindir.

Sjá einnig:
Mariappa greindur með veiruna en líður mjög vel
Athugasemdir
banner
banner